Daboecia cantabrica

Ættkvísl
Daboecia
Nafn
cantabrica
Íslenskt nafn
Munkalyng
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður eða hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikpurpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 15 sm
Vaxtarlag
Lágvaxinn, útafliggjandi, sígrænn runni, allt að 50 sm hár.
Lýsing
Lauf dökkgræn ofan, silfurlóhærð á neðra borði, jaðrar með þornhár, innundin. Blómin krukkulaga, allt að 12 mm, bleikpurpuralit, í strjálblóma, álútum, endastæðum klösum.
Uppruni
V-Evrópa til Asóreyja.
Harka
6
Heimildir
1, http://www.glendoik.com, http://www.backyardgardener.comhttp://ip30.eti.uva.nl
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki eru til.