Daphne alpina

Ættkvísl
Daphne
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Fjallasproti
Ætt
Týsblómaætt (Thymelaeaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor-snemsumars
Hæð
0,3-0,45 m
Vaxtarlag
Lágvaxinn, lauffellandi runni, allt að 45 sm hár. Sprotar uppréttir eða jarðlægir, dúnhærðir.
Lýsing
Lauf 10-40 × 7-14 sm, oftast legglaus, stakstæð eða strjál, lensulaga eða öfuglensulaga, oft í knippum við greinaendana, dúnhærð einkum á neðra borði, grágræn. Blómin ilmandi, í 4-10 endastæðum blómhnoðum, bikar hvítur, flipar lensulaga, yddir. Pípan dúnhærð utan, 8 mm. Aldin rauð, gul-appelsínugul, kjötkennd, dúnhærð.
Uppruni
S M Evrópa.
Harka
Z5
Heimildir
= 1, http://www.seidelbast.net
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, upphækkuð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2001. þrífst vel, kelur ekkert.