Daphne mezereum

Ættkvísl
Daphne
Nafn
mezereum
Íslenskt nafn
Töfrasproti (töfratré)
Ætt
Týsblómaætt (Thymelaeaceae).
Lífsform
Smávaxinn, lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi
Blómalitur
Lilla-bleikur til fjólublárauður
Blómgunartími
Apríl-maí (rétt fyrir laufgun)
Hæð
0.6-1,2 m (-1.5 m)
Vaxtarhraði
Meðal
Vaxtarlag
Greinar fáar, oftast ekki greinóttar, vaxa um það bil jafnt upp frá stuttum stofni, sveigjanlegar, grábrúnar. Ungir sprotar oft dúnhærðir en verða hárlausir með aldrinum.
Lýsing
Lauf 3-8 sm, raðast í gorm á sprotanum, koma oftast að blómgun lokinni, legglaus eða með mjög stuttan legg, öfuglensulaga, endar snubbóttir eða yddir, laufin mjókka að grunni, dúnhærð og randhærð í fyrstu, verða hárlaus með aldrinum, mjúk grágræn einkum á neðra borði. Blómin legglaus, ilmandi í þéttblóma hliðaklösum, 2-4 saman á fyrra árs viði. Bikar lilla-bleikur til fjólublárauður, stöku sinnum hvítur. Pípan 5-6 mm, dúnhærð á ytra borði, flipar allt að 5 × 6 mm, egglaga, snubbóttir. Aldin skærrauð, koll-laga, á lauflausum, kjötkenndum, næstum hnöttóttum, mjög eitruðum hluta greinanna neðan við laufin. ATHUGIÐ: Allir hlutar plöntunnar eru mjög eitraðir. Ef safi plontunnar kemst í snertingu við húð getur hann valdið exemi hjá sumum.Líkar illa öll rótarröskun og það ætti að planta henni á framtíðarstaðinn eins fljótt og hægt er. Líkar heldur ekki að vera klippt og því ætti ekki að snyrta hana nema af brýnni nauðsyn.
Uppruni
Evrópa, Síbería (vex villt norður að 66°N í Noregi og SvíÞjóð).
Harka
4
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Stakstæð, í framræst beð, í þyrpingar, í jaðra.Góð planta handa býflugum, sem framleiðir hunang mjög snemma árs. Blómin eru með ljúfan, sætan ilm. Það má fá grænbrúnan lit úr laufi, aldinum og berki.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur komnar úr gróðrarstöð og gróðursettar 1979. einnig eru til þrjár plöntur sem voru gefnar í garðinn 1991 og gróðursettat í beð 1990 og 1991. Auk þess er til ein planta sem gróðursett var í beð 2000, sú er sjálfsáin í Lystigarðinum. Allar þrífast vel. Harðgerð tegund og hefur verið lengi í ræktun í Lystigarðinum, blómgast og þroskar aldin árlega, sáir sér.
Yrki og undirteg.
Daphne mezereum f. alba (West) Schelle - er í sáningu.Daphne mezereum 'Bowle's White' er ræktunarafbrigði með hvítum blómum (ekki í Lystigarðinum).