Daphne oleoides

Ættkvísl
Daphne
Nafn
oleoides
Íslenskt nafn
Grásproti
Ætt
Týsblómaætt (Thymelaeaceae).
Lífsform
Sígrænn runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Rjómahvítur
Blómgunartími
Sumar
Hæð
Um 50 sm
Vaxtarlag
Sígrænn, gleiðgreindur runni, allt að 50 sm hár. Ungir sprotar dúnhærðir, verða hárlausir með aldrinum.
Lýsing
Lauf 2-3 sm, stakstæð, strjál, oddbaugótt til öfugegglaga, oddur snubbóttur eða hvassyddur, hárlaus ofan, dúnhærð neðan í fyrstu, síðan kirtildoppótt. Blóm oftast ilmandi, allt að 8 í endastæðum hnoðum. Bikar oftast rjómahvítur, hjá nokkrum formum rauðbleikur, pípan dúnhærð utan, flipar 7 mm, egglaga eða lensulaga, ydd. Aldin appelsínugul, dúnhærð.
Uppruni
S Evrópa, N Afríka, Litla Asía, Afganistan, Himalaja
Heimildir
= 1
Fjölgun
Haustsáning, sumargrælingar
Notkun/nytjar
Stakstæður, í framræst beð, í þyrpingar, í beðjaðra, upphækkuð beð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum og er fremur viðkvæm. Lýsing tegundar höfð hér til samanburðar við Daphne kosaninii.