Delphinium grandiflorum

Ættkvísl
Delphinium
Nafn
grandiflorum
Íslenskt nafn
Greifaspori
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, en oft meðhöndluð sem hún væri einær í ræktun. Stönglar greinóttir, stöku sinnum ógreindir, uppréttir til útstæðir, dúnhærðir, 25-100 sm hár, með liggjandi hár, neðri laufin með legg, þau efri legglaus.
Lýsing
Blómin fá í strjálum klasa, blá, fjólublá eða hvít, blómleggir allt að 6,5 sm, dúnhærðir, bikarblöð oddbaugótt til öfugegglaga, dúnhærð allt að 2,5 sm, sporar sveigðir upp á við, allt að 2 sm, efri krónublöðin stundum með gulan odd, heilrend, neðri krónublöð blá, hærð. Fræhýði 3, langhærð.
Uppruni
A Síbería, A Asía.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting vor eða haust, græðlingar með hæl að vori. Plöntur geta komið upp af fræi blómgast samsumars.
Notkun/nytjar
Sem sumarblóm, í skrautblómabeð.
Reynsla
Meðalharðgerð, fljótvaxin, jurt sem blómstrar samsumars eftir sáningu, afar falleg en oft skammlíf tegund.
Yrki og undirteg.
'Blue Butterfly' er algengt yrki.