Delphinium nudicaule

Ættkvísl
Delphinium
Nafn
nudicaule
Íslenskt nafn
Jarlaspori
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Appelsínurauður.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Skammlíf fjölær jurt, ræturnar trefjarætur, stönglar hárlausir, bláleitir, 20-40 sm.
Lýsing
Laufin 3-10 sm í þvermál, 3-5 skipt, hlutarnir grunn-flipóttir, hárlausir til dálítið dúnhærðir. Blómin í lotnum skúf, appelsínurauð, bikarblöð egglaga, hárlaus, 1 sm, sporinn allt að 2 sm, beinn, efri krónublöð gul með rauða odda, egglaga, tennt í oddinn, neðri krónublöðin mjó, sýld. Fræhýði beinast út á við, hárlaus, allt að 2 sm.
Uppruni
Kalifornía.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í sumarblómabeð.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, stundum ræktuð sem sumarblóm.
Yrki og undirteg.
'Aurantiacum' með rauðgul blóm, 'Chamois' með bleikrauð blóm og ' Luteum' með sítrónugul blóm.