Delphinium tatsienense

Ættkvísl
Delphinium
Nafn
tatsienense
Íslenskt nafn
Kínaspori
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærblár, mattblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, náskyld D. grandiflorum, stönglar grannir, ógreindir eða greinóttir, hálfhárlaust til smástinnhærð, 20-60 sm há.
Lýsing
Laufin fá, 3-8 sm í þvermál, djúp 3-6 flipótt, fliparnir klofnir í snubbótta, bandlaga flipa, 2-4 mm breiða. Blómin í opnum hálfsveip eða stuttur klasa, skærblár, blómleggir langir, bikarblöð egglaga til aflöng, snubbótt, dúnhærð, allt að 3 sm, efri krónublöð mattblá, hárlaus, neðri krónublöð blá, framjöðruð, hærð. Fræhýði 3, dúnhærð, allt að 1,5 sm.
Uppruni
V Kína, A Tíbet.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting vor eða haust, græðlingar með hæl að vori. Vorsáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Meðalhargerð, falleg og blómviljug, oft fremur skammlíf planta.
Yrki og undirteg.
'Album´ með hvít blóm.