Deutzia scabra

Ættkvísl
Deutzia
Nafn
scabra
Íslenskt nafn
Ilmstjörnutoppur
Ætt
Hindarblómaætt (Hydrangeaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
1-2 m (-2,5 m)
Vaxtarlag
Uppréttur runni, allt að 2,5 m hár.
Lýsing
Lauf 3-8 x 2-4 sm, breiðegglaga og með legg nema þau lauf sem eru undir blómskipuninni, tennur grófar og vísa fram á við, hærð á efra borði, stjarnhærð með 3-4 geislum en stjarnhæring á neðar borði er með með 4-6 geisla, sum á æðastrengjunummeð lengri uppréttan miðgeisla. Blómskúfur breið pyramidalaga, gisinn, blóm 1-1,5 sm í þvermál, hvít, með hunangsilmi, bikikartennur um 1 mm, frjóþræðir ekki tenntir, eggleg um 2 mm, stílar venjulega 3.
Uppruni
Japan.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Beðajaðrar runnabeða í góðu skjóli.
Reynsla
Eintak er til í garðinum en dálitið vafasamt! Þarf að skoða betur. Það eintak hefur kalið nokkuð mikið árlega og aldrei náð að blómgast.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru í ræktun erlendis svo sem 'Angustifolia', 'Candidissima', 'Marmorata, 'Plena', 'Variegata' og fleiri.