Dianthus alpinus

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
alpinus
Íslenskt nafn
Alpadrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpbleik - rauðpurpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
5-15 sm
Vaxtarlag
Myndar litla brúska eða þúfur, allt að 15 sm há.
Lýsing
Lauf allt að 2,5 sm x 5 mm, bandlensulaga til aflöng-lensulaga, snubbótt, glansandi. Blóm stór, mattpurpura, stök á stönglinum sem er oftast 5-10 sm með 2-3 pör af stöngullaufum. Bikar 1,5-2 sm, breikkar upp á við, rákóttur, hárlausir. Tennur yddar ögn hærðar. Utanbikarflipar oftast 4 (sjaldan 2 eða 6), egglega með sýllaga oddi, grænir með himnujaðri, frá ½ lengd bikarsins eða jafnlöng og hann. Krónutungan 1,5-2 sm, öfugegglaga, tennt, með skegg, djúpbleik með purpuralitar doppur á hvítum 'auga'.
Uppruni
A Alpafjöll
Harka
3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í ker, í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í fláa.
Reynsla
Meðalharðgerð jurt, talin fremur skammlíf, hefur þrifist vel í Lystigarðum.
Yrki og undirteg.
Yrki t.d. 'Albus' hvít blóm, 'Joan's Blood' með rósbleik blóm/dekkri hringur.