Dianthus callizonus

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
callizonus
Íslenskt nafn
Doppudrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gráfjólublár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Hárlaus, fjölær jurt, sem myndar gisna breiðu.
Lýsing
Grunnlauf bandlensulaga, snubbótt, stytti en stöngullaufin. Blómin eru stór, stök, bikar um 1,6 sm, breikkar upp á við, dökkrauður. Utanbikarflipar 2 eða 4, egglaga með langan broddyddan odda, um það bil jafn langir og bikarinn. Krónutungan 1-1,5 sm, meira eða minna þríhyrnd, djúptennt, með skegg gráfjólublá með purpuradoppótt 'auga'.
Uppruni
S Karpatafjöll.
Sjúkdómar
Engir
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í ker, í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í fláa.
Reynsla
Harðgerð, en þykir erfið í ræktun.