Dianthus campestris

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
campestris
Íslenskt nafn
Vallardrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur-purpurableikur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, oftast hærð, með grófa jarðstöngla og marga greinótta allt að 40 sm háa stöngla.
Lýsing
Lauf bandlaga, ydd, þau neðstu hafa oft visnað þegar plantan fer að blómstra. Blóm stök eða tvö saman á endum greinanna. Bikar 1,5-1,8 sm x 3-4 mm. Utanbikarflipar 4 eða 6, egglaga, odddregnir, um 1/3 af lengd bikarsins. Krónutungan um 6 mm, tennt, með skegg, bleik eða purpurableik, gulgræn að neðan.
Uppruni
SA Evrópa, Kákasus, Síbería.
Harka
3
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta, í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Stutt reynsla.