Dianthus caryophyllus

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
caryophyllus
Íslenskt nafn
Goðadrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt - ræktuð mest sem sumarblóm.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skær bleik-burpura.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Lausþýfð, hárlaus fjölær jurt með greinótta, trékennda jarðstöngla, verður allt að 80 sm hár.
Lýsing
Lauf 8-15 x 2-4 mm, bandlaga, flöt og mjúk og með áberandi slíður. Blóm stór, 1-5 saman í gisnum kvíslskúf á stinnum uppsveigðum stöngli, ilma mikið. Bikar 2,5-3 sm. Utanbikarflipar 4 eða 6, mjög breiðir, mjókka snögglega í langan odd, >1/4 af lengd bikarsins. Krónutungan 1- 1,5 sm, óreglulega tenntar, ekki með skegg, skær-bleikpurpura.
Uppruni
Miðjarðarhafssvæðið (vex þó víðar).
Harka
8
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kassa.
Reynsla
Fremur viðkvæm og er skammlíf hérlendis. Er af mörgum talin formóðir nær allra blendinga af garðanellikum.