Dianthus deltoides

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
deltoides
Íslenskt nafn
Dvergadrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl til djúp bleik með ljósar doppur dökku 'auga'.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-45 sm
Vaxtarlag
Lausþýfð jurt eða hún myndar breiði, dálítið hærð, allt að 45 sm, grænn eða bláleitur. Blómlausir stöngar < eða > jarðlægir, með mjó-öfuglensulaga lauf blómstrandi stönglar uppréttir með 4-10 pör af bandlaga, yddum laufum.
Lýsing
Blóm stök (sjaldan 2-3) á endum aðalgreina. Bikar 1,2-1,8 sm, hærður. Utanbikarflipar 2 eða 4 egglaga-sýllaga, um það bil 1/2 lengd bikarsins.Krónutungan um 8 mm, öfugegglaga, óreglulega tennt með skegg, föl til djúpbleik með dökka grunnrák og ljósar doppur í dökku 'auga'.
Uppruni
Víða í Evrópu og tempraða hluta Asíu.
Harka
3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, græðlingar (skipting að vori).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blómaengi, í kanta, í hleðslur, sem þekjuplanta.
Reynsla
Harðgerð, auðræktuð og blómsæl tegund. Fjöldi af yrkjum er til með blómliti frá hvítu yfir í skarlatsrautt.
Yrki og undirteg.
'Albiflorus' hvít með rauðan hring í miðju.'Brilliant' með hárauð blóm. 'Microchip' með blandaða liti svo einhver dæmi séu nefnd.