Dianthus pavonius

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
pavonius
Íslenskt nafn
Grasdrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Samheiti
D. neglectus Lois.; D. roysii í görðum.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurrauður-fölbleikur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
-15 sm
Vaxtarlag
Þétt þýfð, fjölær jurt, hárlaus allt að 15 sm hár, oftast grágrænn.
Lýsing
Grunnlauf allt að 4 sm, mjó bandlaga, langydd. Blóm stór, oftast stök en stöku sinnum 2 eða 3 saman. Bikar 1,2-1,5 sm, mjókkar uppávið. Utanbikarflipar 4, egglaga-sýllaga, ytra parið oft lengri en bikarinn. Krónutungan 1-1,5 sm, tennt, með skegg, fagurrauð til fölbleik, gulbrún neðan.
Uppruni
SV Alpafjöll, Pyreneafjöll.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Harðgerð, hefur reynst þokkalega í Lystigarðinum.