Dianthus plumarius

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
plumarius
Íslenskt nafn
Fjaðradrottning, fjaðurnellika
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærbleikur, hvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Lausþýfð, hárlaus, dálítið bláleit fjölær jurt, allt að 40 sm há.
Lýsing
Grunnlauf allt að 10 sm, bandlaga, með kjöl, mjókka í meira eða minna hvassyddan odd. Blómin stór, ilmandi, oftast stök á endum greina í gisnum kvíslskúf. Bikar 1,7-3 sm, með egglaga, oftast snubbóttar tennur. Utanbikarflipar eru venjulega 4, öfugegglaga, snögg langyddir, um 1/4 af lengd bikarsins. Krónutungan 1,2-1,8 sm, þríhyrnd-öfugegglaga, skipt nærri að miðju í mjóa flipa, oftast með skegg, skærbleik eða hvít, oft með dekkra 'auga'.
Uppruni
A & M Evrópa.
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
Sáning að vori, græðlingar að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í hleðslur, í kanta, í beð, sem þekjujurt.
Reynsla
Harðger, svokallaðar gamaldags nellikur standa sig best. Mjög góð garðplanta sem lifir ár eftir ár. Á það til að sá sér nokkuð hér norðanlands og upp koma gjarnan plöntur í mismnandi litum (blandast auðveldlega). Villtar plöntur með einföld blóm eru sjaldan í ræktun núna, en mörg yrki og blendingur tegundarinnar og annarra Dianthus-tegunda eru víða í ræktun. Mörg yrkjanna eru ofkrýnd.
Yrki og undirteg.
Mjög mikill fjöldi sorta/yrkja er í ræktun, í fjórum flokkum, einlitar, tvílitar með hring, blúndunellikur, óreglulegir litir t.d. 'Arabella', 'Little Jack', 'Semperflorens' og fleiri. Dianthus 'Allwoodii' er hópur blendinga sem hafa komið fram með því að blanda yrkjum tegundarinnar D. plumarius og síblómstrandi, stórblóma nellikum, (perpetuae-flowering Carnations) sem eru afsprengi D. caryophyllus.Einnig má nefna 'Doris' sem er fölbleik.