Dianthus ruprechtii

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
ruprechtii
Íslenskt nafn
Reyðardrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Samheiti
D. carthusianorum v. caucasicus Rupr.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur, skærbleikur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
7-10 sm
Vaxtarlag
Stönglar hárlausir, 7-10 sm háir.
Lýsing
Grunnlauf bandlaga, 2-3 sm, stöngullauf í 3-6 pörum, 7-10 sm, bandlaga, ydd, aðlæg, blóm 4-6, í þéttum kollum, bikar sívalur, krónublöð kringluleit.
Uppruni
Kákasus, Azerbaijan, Grusía.
Heimildir
= www.plantarium.ru/page/view/item/13175.html, flora.kadel.cz/g/kvCard.asp-Id=22541.htm, www.gbif.org/species/3908748/
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, í steinhæðir.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er en þrífst vel í steinhæðinni 2009.