Dianthus seguieri

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
seguieri
Íslenskt nafn
Sóldrottning
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Samheiti
D. sylvaticus Hoppe
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkrósrauður.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Lausþýfð, hárlaus, græn fjölær jurt, allt að 60 sm há.
Lýsing
Lauf band-lensulaga, ydd eða snubbótt, grasgræn. Blómskipunin 1- fáblóma. Bikar 1,4-2 sm, utanbikarflipar 2-6, egglaga-sýllaga, oft næstum jafn löng og bikarinn. Krónutungan 7-17 mm, öfugegglaga, djúptennt, með skegg, bleik með fölpurpura doppótt band við grunninn.
Uppruni
SV. Evrópa frá Spáni til Ítalíu.
Harka
7
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning að vori, græðlingar að hausti.
Notkun/nytjar
Í ker, í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í beð.
Reynsla
Harðgerð en nokkuð breytileg tegund, yfirleitt skammlíf í ræktun. Aðeins eru blendingar af henni til í görðum.