Dianthus superbus

Ættkvísl
Dianthus
Nafn
superbus
Íslenskt nafn
Skrautdrottning, skrautnellika
Ætt
Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur, purpurableikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-80 sm
Vaxtarlag
Kröftug, hárlaus fjölær jurt, allt að 80 sm há. Stönglar útafliggjandi neðantil, greinóttir ofantil.
Lýsing
Grunnlauf hafa oft visnað á blómgunartímanum, eru bandlensulaga með 3-taugar, allt að 8 sm löng.Blómin stór, ilma, oftast stök eða í pörum á greinaendunum. Bikar 1,5-3 sm, mjókka upp á við, með langar tennur. Utanbikarflipar 2 eða 4 breiðegglaga, mjókka snögglega í odd. Krónutungan 1-3 sm, krónutungurnar er mjóar snertast ekki neðst, mjög djúp skipt í mjóa flipa, með skegg bleik eða purpurableikur.
Uppruni
Mestöll Evrópa, Síbería, Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í hleðlur, í kanta, í beð.
Reynsla
Harðgerð og blómsæl tegund, hefur reynst vel í Lystigarðinum.