Dictamnus albus

Ættkvísl
Dictamnus
Nafn
albus
Íslenskt nafn
Kvöldlogi
Ætt
Glóaldinsætt (Rutaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur, bleikur, rauður eða lilla.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
40-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með trékennda stöngla við grunninn, 40-80 sm há.
Lýsing
Blöðin stakstæð, stakstæð með gagnsæjar kirtladoppur, smálauf 3-8x1-3,5 sm, í (2)3-6 pörum, lensulaga til egglaga, hvassydd eða langydd með slóan odd, jaðrar smátenntir. Blómskipunin endastæð, stór, í klösum, aðalleggur, blómleggi og bikarblöð þakin dökkum kirtlum, dúnhæringin breytileg, bikarblöð 5, lensulaga, ydd; krónublöð 5, oddbaugótt-lensulaga, 2-2,5 sm, hvít, bleik, rauð eða lilla lit, stundum með rauðar rákir eða doppur, neðri krónublöðin 2 vita niður á við. Fræflar eru 10, stílar samvaxnir í eina súlu. Fræhýðið hart, allt að 2 sm, djúp 5-flipótt, fræin hörð og svört.
Uppruni
SV Evrópa, S & M Asía, Kína og Kórea.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting. Fræinu er sáð í sólreit að vorinu eða hnausnum er skipt annað hvor að vorinu eða haustnu. Smáplönturnar sem koma upp af fræinu vaxa mjög hægt, nokkur ár líða uns plantan getur blómstrað en það er þess virði að sýna þolinmæði og bíða.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður eða í hálfskugga.
Reynsla
Flott tegund sem reynst hefur vel í Lystigarðinum.