Dodecatheon jeffreyi

Ættkvísl
Dodecatheon
Nafn
jeffreyi
Íslenskt nafn
Hlíðagoðalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura-hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
15-45 sm
Vaxtarlag
Hárlausar plöntur eða ögn kirtilhærðar, í stórum þyrpingum á grönnum jarðstönglum.
Lýsing
Lauf 4-35 x 1-4 sm, öfuglensulaga, mjókka smám saman í vængjaðan legg. Blómstönglar 12-45 sm með 3-16 blóm. Króna með 4-5 krónublöð, allt að 2,2 sm, rauðrófupurpura til hvít. Frjóþræðir < 1mm, lausir eða að hluta til samfastir við grunninn, dökkbrúnrauðir til purpura. Frjóhnappar djúppurpuralitir. Frjóhnappatengsl hrukkótt. Fræni uppblásin (stækkuð). Fræhýði með þunna veggi, tennur sljóyddar, sjaldan hvassyddar, sjaldan með lok. Fræ með vængi.
Uppruni
N N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker, í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum (F1-G; G01). Mjög breytileg tegund