Dodecatheon meadia

Ættkvísl
Dodecatheon
Nafn
meadia
Íslenskt nafn
Goðalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Samheiti
D. integrifolium Michx.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðrófupurpura til hvítur.
Blómgunartími
Síðla vors til snemmsumars.
Hæð
25-50 sm
Vaxtarhraði
Meðalhraðvaxta.
Vaxtarlag
Hárlausar plöntur, engin æxlikorn. Stuttir jarðstönglar, laufblöð öll í hvirfingu við jörð.
Lýsing
Blöð sporbaugótt til öfuglensulaga, mjókka smám saman að grunni, 15-26 x 2-5 sm, heilrend, til ögn bylgjutennt. Blómstönglar 23-50 sm með fjölmörg blóm. Krónan 5 flipótt, 1,2-2 sm, rauðrófupurpurea til hvít. Frjóþráðapípa gul. Fræni ekki útblásin. Fræhýðistennur hvassyddar, fræhýðisveggur sterkur/seigur.
Uppruni
A N-Ameríka.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti, yfirleitt erfiður í sáningu.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skrautblómabeð, í skógarbotn.
Reynsla
Hefur dafnað vel í garðinum. Fyrsta tegund goðalykla sem tekin var til ræktunar í görðum svo vitað sé.Prýðilega harðgerð planta bæði norðan lands og sunnan. Þó verða þeir mun gróskumeiri sunnanlands. (H.Sig.)
Yrki og undirteg.
'Album' með hvít blóm.'Queen Victoria' með rauðfjólublá blóm, aðeins 30 sm á hæð.'Splendidum' með dökkrauð blóm.