Dodecatheon poeticum

Ættkvísl
Dodecatheon
Nafn
poeticum
Íslenskt nafn
Brekkugoðalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura-ljósgráfjólublár.
Blómgunartími
Síðla vors til snemmsumars.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Plantan er kirtilhærð, án æxlikorna.
Lýsing
Lauf öfugegglaga, mjókka smám saman í legginn, 6-11 x 1,2 sm, heilrend. Blómstöngull 13-20 sm hár með 2-5 blóm. Króna með 5 flipa, allt að 1,5 sm, flipar rauðrófupurpura til ljósgráfjólubláir. Frjóþræðir samvaxnir í mjóa pípu, brúnrauðir til purpura, tenglin slétt eða ögn hrukkótt. Fræni ekki stækkuð. Fræhýðistennur hvassyddar, fræhýðisveggir sterkir.
Uppruni
NV Bandaríkin.
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í N1 frá 1995 - hefur þrifist vel í garðinum það sem af er.