Dodecatheon redolens

Ættkvísl
Dodecatheon
Nafn
redolens
Íslenskt nafn
Kirtilgoðalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Samheiti
Dodecatheon jeffreyi var. redolens
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðrófupurpura-ljósgráfjólublár.
Blómgunartími
Síðla vors til snemmsumars.
Hæð
25-50 sm
Vaxtarlag
Plantan er öll kirtilhærð, engin æxlikorn.
Lýsing
Lauf 16-30 x 2-4 sm, mjókka smám saman að stilknum. Blómstönglar 23-55 sm háir með allt að 12 blóm í sveip. Króna með 5 flipa, allt að 2,7 sm, rauðrófupurpura til ljósgráfjólublá, ginið gult, aldrei brúnrautt. Frjóþræðir < 1 mm, lausir eða lítt tengdir við grunninn, svartir. Krónuflipar ná yfir allan grunninn. Frjóhnappar brúnrauðir, tengsl hrukkótt. Fræni stækkuð. Fræhýðistennur hvassar.
Uppruni
V Bandaríkin.
Harka
8
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölætingabeð, í breiður.
Reynsla
Hefur staðið sig vel í garðinum - í N1 frá 1987