Doronicum cataractarum

Ættkvísl
Doronicum
Nafn
cataractarum
Íslenskt nafn
Hafursfífill
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
(Sól), hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-80 sm (-130 sm)
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem vex upp jarðstönglum og myndar brúsk með silkihár.Jarðstönglar eru skriðulir eða stundum uppsveigðir, kröftugir, um 1 sm í þvermál. Stönglar stakir, uppréttir, grænir eða brúnir, stundum purpura-mengaðir, 20-80 sm háir, hárlausir neðst, en ofantil þétt kirtilhærðir neðan við körfurnar.
Lýsing
Grunnlaufin hafa oft visnað þegar plantan blómstrar, laufleggurinn er langur, 6-19 sm, blaðkan egglaga eða öfugegglaga-aflöng, 5-10 sm löng, 4-5 sm breið, mjókka að grunni, bogadregin eða snubbótt í oddinn. Stöngullauf 5 eða 6, efstu laufin egglaga-aflöng, 5-6 sm löng, 4-4,5 sm breið, grunnur mjókkar í um 2 sm breiða vængjaðan lauflegg. önnur stöngullauf eru legglaus, breiðegglaga, hálfgreipfætt. Lauf um miðjan stöngulinn eru 7-8 sm löng, 3-3,5 sm breið, þau efstu eru 2,5-3,5 sm löng, 0,8-2,5 sm breið, grunnur er breið-hjartalaga, hálfgreipfætt, öll hárlaus, jaðrar bylgju-smátennt eða stundum heilrend, kirtilrandhærð, oddur snubbóttur eða ögn ydd. Körfur stakar, stórar, 4-6 sm í þvermál að geislablómunum meðtöldum. Reifa hvolflaga, 2-3 sm í þvermál, reifablöð jafnstórar, 1-1,3 sm, ytri reifablöðin aflöng-lensulaga eða lensulaga, 1,8-2 mm breiðar, þétt kirtilhærðar við grunninn, þær innri band-lensulaga eða bandlaga, 0,5-1 mm breið, hárlaus eða hærð aðeins á jöðrunum, allar reifarnar eðu með langdreginn odd. Geislablóm gul, 2-2,5 sm löng, með 2-2,5 mm langa pípu hárlaus, geislar bandlaga-aflöng, 16-22 mm löng, 2-2,5 mm breið, 3-tauga, með 3 smátennur í oddinn. Pípublómin eru gul 5-5,3 mm breiður og með 1,5-2 mm langa pípu og sívala-klukkulaga krónutungu, 5-flipótt, flipar um 1 mm, hvassydd í oddinn. Fræflar um 2 mm, snubbótt neðst, ginleppar egglaga, stílgreinar stuttar, snubbóttar eða þverstýfðar efst. Fræ gulbrún eða dökkbrún, sívöl, 2-4 mm löng, hryggjótt, hárlaus eða lítið eitt smádúnhærð. Með svifhárakrans á öllum smáblómunum, hvít eða rauðbrún við grunninn, 3-4 mm löng.
Uppruni
Austurríki.
Heimildir
= eol.org/pages/6229854/overview, https://books.google.is/books?isbn=2880322022, 4
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð jurt, sem hefur vaxið lengi í Lystigarðinum. Þroskar fræ og sáir sér allnokkuð, þarf uppbindingu.