Doronicum corsicum

Ættkvísl
Doronicum
Nafn
corsicum
Íslenskt nafn
Sauðafífill
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 120 sm
Vaxtarlag
Stönglar allt að 120 sm háir, efri hlutinn með kirtilhár.
Lýsing
Lauf egglaga til lensulaga, hárlaus eða lítið eitt dúnhærð, bylgjutennt. Grunnlauf 9x3-16x7 sm, með stuttan legg, stöngullauf greipfætt. Körfur 3-8, allt að 4,5 sm í þvermál, í endastæðum hálfsveip, reifablöð allt að 11 mm, kirtildúnhærð. Svifhárakransar heilir.
Uppruni
SV Frakkland til S Porúgal.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð fjölæringum, í þyrpingar.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 1998. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.