Douglasia laevigata

Ættkvísl
Douglasia
Nafn
laevigata
Íslenskt nafn
Rauðfeldur
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
10 sm
Vaxtarhraði
Meðalhraður vöxtur.
Vaxtarlag
Þýfð, þétt laufótt, fjölærjurt.
Lýsing
Laufin allt að 1 sm, aflöng-lensulaga eða lensulaga, hárlaus, grágræn, sköruð, snubbótt, mjókka að grunni. Blómskipunin með 2-4 blóm, stoðblöð egglaga, allt að 5 mm, snubbótt. Blómskipunarleggir stjarnhærðir-dúnhærir, uppréttir, jafn langir og eða styttri en laufin. Bikar klukkulaga, flipar bandlensulaga eða egg-lensulaga, hvassyddir. Krónan bleik, flipar bogadregnir-öfugegglaga.
Uppruni
A Bandaríkin (fjöll).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í breiður.
Reynsla
Góð steinhæðarplanta sem ræktuð hefur verið lengi bæði norðan lands og sunnan (H.Sig.). Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.