Draba arabisans

Ættkvísl
Draba
Nafn
arabisans
Íslenskt nafn
Melavorblóm*
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
15-40 sm
Vaxtarlag
Þýfð, fjölær jurt, jarðstönglar mikið greindir. Lauf 1-7 sm, spaðalaga til aflöng, þunn, lítið eitt stjarnhærð. Blómstönglar hærðir eða hárlausir, 15-45 sm, stöku sinnum greinóttir. Stöngullauf fá, tennt.
Lýsing
Klasar strjálblóma. Bikarblöð 2-2,5 mm. Krónublöð hvít, 3,5-4,5 mm. Skálpar 9-15 x 1,5-2 mm, lensulaga-oddbaugóttir, undnir. Stíll um 1 mm.
Uppruni
A N-Ameríka.
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015, en hefur verið sáð.