Draba aspera

Ættkvísl
Draba
Nafn
aspera
Íslenskt nafn
Brennivorblóm*
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Samheiti
D. bertolomii Nyman; D. longirostra Scott, Numan & Kotschy, D. acamata Scott, Nyman & Kotschy
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 10 sm
Vaxtarlag
Mjög lík garðavorblómi (D. aizoides) en laufin eru mjórri, allt að 1 mm í þvermál.
Lýsing
Blómskipunin er með 4-5 blóm. Aldin eru flöt. stíll 3-7 mm.
Uppruni
S Evrópa (Pýreneafjöll og Balkanskagi).
Harka
4
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2015, en hefur verið sáð.