Draba aurea

Ættkvísl
Draba
Nafn
aurea
Íslenskt nafn
Gullvorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
gulur
Blómgunartími
maí
Hæð
0.1-0.2m
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 20 sm há. Laufin öfuglensulaga-spaðalaga, ydd, dúnhærð, oft rauðleit neðantil, heilrend-tennt. Blómstönglar háir, ógreindir eða greindir, með lauf.
Lýsing
Blómin í þéttum klasa. Krónublöð gul. Aldin aflöng-lensulaga oft undin/snúin, hærð. Stíll 0,5-1,5 mm. Mjög breytileg planta.
Uppruni
Grænland, Alaska.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Hefur verið lengi til í Lystigainum, heldur sér við með sáningu.