Draba cuspidata

Ættkvísl
Draba
Nafn
cuspidata
Íslenskt nafn
Broddavorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Apríl-mai.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Dvergvaxin, fjölær jurt sem myndar þúfur. Lauf 0,6-1,5 sm, mjóbandlaga, oddlaus, nokkuð ydd, blaðkan hárlaus, heilrend, hærð við oddinn.
Lýsing
Blómstönglar lauflausir, þétt langhærð, 2-7 sm. Blómskipunin gisin, með 4-14 blóm, lengist við aldinþroskann. Blóm stór, bikarblöð fínhærð, egglaga-aflöng, græn með bláa slikju, 3-5 mm. Krónublöð 6,5-8 mm, öfugegglaga-aflöng, gul, oddur bogadregin, stundum grunnsýld. Fræflar næastum jafn langir og krónublöðin. Skálpar 6-9 mm, egglaga-aflangir, flatir með þétt næstum eingöngu ógreind hár. Stíll allt að 7 mm.
Uppruni
Krím.
Heimildir
= 2, en.hortipedia.com/wiki/Draba-cuspidata
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2013.