Draba dedeana

Ættkvísl
Draba
Nafn
dedeana
Íslenskt nafn
Þófavorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
5-8 sm
Vaxtarlag
Mjög þéttvaxin, þýfð fjölær planta. Jarðstönglar trékenndir. Lauf breið-bandlaga, oddlaus, grunnur mjókkar niður, hærð, 3-6 x 1-1,5 mm, með gróf kanthár.
Lýsing
Blómstönglar lauflausir, langhærðir. Blómskipun lengist við aldinþroskann, er með 3-10 blóm. Bikarblöð 2-3 mm, egglaga, oddlaus, oft með purpuralitan odd. Krónublöð breiðegglaga, 4-6 mm, hvít, purpura við grunninn, sýld. Fræflar miklu styttri en krónublöðin. Skálpar egglaga, 5-9 x 2,5-3,5 mm, flatir. Stíll um 0,5 mm.
Uppruni
N & A Spánn (fjöll).
Heimildir
= 2, https://es.wikipedia.org/wiki/Draba-dedeana
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Þessari tegund var sáð í Lystigaðinum 1999 og hún gróðursett í beð 2007, drapst 2012. Er ekki í Lystigarðinu 2015.