Draba glabella

Ættkvísl
Draba
Nafn
glabella
Íslenskt nafn
Gljávorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-ágúst.
Hæð
10-35(-45) sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stundum þýfð, stöngulstofn ógreindur eða greindur, ekki með blómlegg. Stönglar greinóttir eða ógreindir (4-)10-35(-47) sm, oft dúnhærðir (stundum lítt hærðir efst), stundum hárlausir, hár ógreind og 2-geisla, (ekki hrokkin), 0,2-1 mm eða næstum legglaus, stjörnulaga eða kambskipt og 3-8 geisla, 0,1-0,3 mm. Grunnlauf í hvirfingum, með legg, leggurinn randhærður, (hár ógreind, 0,1-0,8 mm) blaðkan öfuglensulaga til spaðalaga eða band-öfuglensulaga, (0,6-)1-3,5(-5) sm x 2-8(-10) mm, tennt eða smátennt, (dúnhærð eins og laufleggurinn) með dúnhæringu sem er ekki hrokkin, en legglaus 4-8(-12)-geisla hár eða hárlaus á báðum borðum. Stöngullauf 2-17(-25), legglaus, blaðkan egglaga til aflöng, jaðrar tenntir eða blaðkan er næstum heilrend, oft dúnhærð bæði ofan og neðan eins og grunnlaufin eða aðallega með ógreind hár á efra borði.
Lýsing
Blómklasar (5-)8-16(-34)-blóma, ekki með stoðblöð eða 1-2 miðblómin með stoðblöð, klasarnir lengjast við aldinþroskann, aðal blómskipunarleggurinn er ekki bugðóttur, oftast hárlaus, sjaldan dúnhærður eins og stöngullinn. Aldinleggir gleiðgreindir-uppsveigðir eða hálfuppréttir, beinir, (1-)3-10(-16) mm, hárlausir eða dúnhærðir eins og stönglarnir. Bikarblöð aflöng, 2-3,5 mm, dúnhærð, (hár ógreind og leggstutt, 2-4-geisla). Krónublöð hvít, breið öfugegglaga,4-5,5 x 1,5-3 mm. Frjóhnappar egglaga, 0,3-0,5 mm. Skálpar aflangir til egglaga eða eggvala til lensulaga eða band-lensulaga, oftast sléttir, sjaldan dálítið snúnir, útflattir eða uppblásnir, (3-)5-12(-16) x 2-3,5 mm, skálpalokar hárlausir eða dúnhærðir, hár ógreind eða 2-4-geisla, 0,05-0,2(-0,4)mm. Eggbú (20)24-36 í hverju egglegi. Stíll 0,05-2(-0,5) mm. Fræ aflöng, 0,9-1,1 x 0,5-0,7 mm.
Uppruni
Grænland, Ontario, Quebec, Yukon, Alaska Bandaríkin, N-Evrópa (N Rússland), A Asía (Síbería)
Heimildir
www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=250094682, Flora of North America.
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til fáeinar, íslenskar plönturfrá 2002 og ein erlend sem sáð var til 1998, er enn í sólreit.