Draba incana

Ættkvísl
Draba
Nafn
incana
Íslenskt nafn
Grávorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Tvíær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
5-40 sm
Vaxtarlag
Tvíær jurt eða fjölær (skammlíf). Lauf 16-24 mm, lensulaga-snubbótt, hærð, visna á blómgunartímanum, stöku sinnum tennt. Stöngullaufin mörg, styttri og breiðari en grunnlaufin.
Lýsing
Blómin 10-40 í þétthærðum klasa. Krónublöð 4-5 mm, hvít. Skálpar lensulaga-aflangir, hárlausir, oft snúnir. Mjög breytileg tegund.
Uppruni
Víða í N Evrópuog í fjöllum M & S Evrópu.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Grávorblómið er ræktað í íslensku deildinni í Lystigarðinum, það þarf að sækja það út í náttúruna flest ár.