Draba magellanica

Ættkvísl
Draba
Nafn
magellanica
Íslenskt nafn
Púðavorblóm*
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Þýfð, fjölær jurt, allt að 30 sm há. Grunstönglar 10-40 mm, uppréttir, greinóttir. Lauf 10-30 x 2-14 mm í þéttri grunnlaufhvirfingu, öfuglensulaga-spaðalaga, legglaus eða með stuttan legg.
Lýsing
Blómstönglar 1,5-30 sm, ógreindir eða lítið eitt greindir, uppréttir með 1-5 lítil, legglaus egglaga-oddbaugótt lauf. Blóm 8-21 í hverjum klasa. Bikarblöð 2-3 mm, egglaga-aflöng. Krónublöð 4-5 mm, spaðalaga, hvít. Skálpar 5-9 x 2-3 mm, hliðflatir, aflangir-oddbaugóttir.
Uppruni
Argentina, Chile, Falklandseyjar.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er tilein planta, sxem sáð var til 2009 og gróðurssett í beð 2010.