Draba oligosperma

Ættkvísl
Draba
Nafn
oligosperma
Íslenskt nafn
Klappavorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
- 10 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar breiðu. Lauf lensulaga eða öfugegglaga, 3-11 x 1-2 mm, hvít með greinótt stjörnuhár, jaðrar hærðir.
Lýsing
Blómstönglar hárlausir nema neðst, 1-10 sm hair. Blómklasar með 3-15 blóm, gisnir. Bikarblöð 2-2,5 mm. Krónublöð 3-4.5 mm, gul, öfugegglaga, þverstýfð eða sýld. Skálpar 3-7 x 2-4 mm, egglaga, flatir, stutthærðir. Stíll < 1 mm. Mjög breytileg tegund.
Uppruni
Vestur N Ameríka, (Klettafjöll, Sierra Nevada til British Columbia).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2015.