Draba parnassica

Ættkvísl
Draba
Nafn
parnassica
Íslenskt nafn
Grikkjavorblóm*
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Apríl-mai.
Hæð
2-3 sm
Vaxtarlag
Dvergvaxin fjölær jurt sem myndar brúska. Lauf breiðbandlaga, oddlaus, 6-10 x um 2,5 mm, með ógreind hár og með greinótt hár, æðar áberandi á neðra borði, jaðrar með gróf hár.
Lýsing
Blómlausir lauflausir, uppsveigðir eða uppréttir, allt að 7 sm háir, langhærðir. Blómklasar með 6-22 blóm. Bikarblöð um 3,5 mm, oddbsaugótt með bogadreginn odd, hærð neðan. Krónublöð gul, um 5,5 m, mjó-öfugegglaga-þríhyrnd, sýld í oddinn. Fræflar styttri en krónublöðin. Skálpar egglaga, flöt við grunninn, þakin ógreindu hári og greinóttu hári, 6-7,5 x um 3 mm. Stíll 0,5-1,5 mm. Fræ egglaga.
Uppruni
M Grikkland.
Harka
8
Heimildir
= 2, 1, www.ovrghs.ca/gallery/pages/draba%20parnassica.htm
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleiðslur.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2015.