Draba stellata

Ættkvísl
Draba
Nafn
stellata
Íslenskt nafn
Stjörnuvorblóm*
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
3-10 sm
Vaxtarlag
Þéttþýfð, fjölær jurt. Lauf öfuglensulaga, 4-8 mm með þétt hvít stjörnuhár og með kanthár.
Lýsing
Blómstöngull allt að 10 sm hár, uppréttur, með stjörnuhár neðst. Stöngullauf 1-3 eða engin, oft tennt. Blómklasar með 3-12 blóm. Bikarblöð 2-2,5 mm, með gagnsæjan jaðar. Krónublöð 4,5-8 mm, rjómahvít, breiðegglaga. Fræflar lengri en krónublöðin. Frjóþræðir dálítið sverari neðst. Skálpar oddbaugóttir-lensulaga, 6-10 mm, hárlausir. Stíll 1-2 mm.
Uppruni
A Alpafjöll.
Heimildir
= 2, https://de.wikipedia.org/wiki/Sternhaar-Felsenblümchen
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steihæðir, í hleðslur.
Reynsla
Þessari tegund var sáð í Lystigaðinum 1996 og hún gróðursett í beð 2007, drapst 2013. Er ekki í Lystigarðinum 2015.