Draba tomentosa

Ættkvísl
Draba
Nafn
tomentosa
Íslenskt nafn
Dúnvorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Tvíær eða fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur - föl rjómalitur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
3-10 sm
Vaxtarlag
Tvíær eða fjölær jurt, þýfð. Öll plantan er þakin stjörnuhári. Lauf breytileg, um 1 sm, heilrend, mjó öfugegglaga-oddbaugótt, bogadregin í oddinn.
Lýsing
Blómstönglar uppréttir, allt að 10 sm háir. Stöngullauf 1-3 eða engin, breiðegglaga, legglaus. Blómskipun með 3-12 blóm. Bikarblöð um 2 mm, breiðegglaga, stutthærð. Krónublöðin hvít eða fölrjómalit, 4-4,5 mm. Skálpar 6-10 x 2,5-4 mm, breið oddbaugóttir, hærðir, nokkuð útflattir þegar þeir fullþroska. Stíll < 0,5 mm.
Uppruni
M & S Evrópa.
Heimildir
= 2, https://de.wikipedia.org/wuki/Filzig-Felsenblümchen
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Dúnvorblóminu hefur verið sáð nokkrum sinnum í Lystigarðinum en er skammlíft.