Draba uralensis

Ættkvísl
Draba
Nafn
uralensis
Íslenskt nafn
Úralvorblóm*
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Samheiti
Rétt: Schivereckia podolica (Besser) Andrz. ex DC.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Apríl-júní.
Hæð
- 25 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, þýfð og myndar þéttar þúfur með allt að 25 sm háa blómstöngla. Laufin mynda blaðhvirfingar, eru aflöng-spaðalaga til öfuglensulaga, oftast með 4-10 tennur.
Lýsing
Blómin eru hvít, um 5 sm eða meir í þvermál, í klösum með allt að 30 blóm.
Uppruni
Moldova, Rúmenía, Rússland, Úkraína.
Heimildir
www.iucnredlist.org/details/165160/0, encyclopaedia.alpnegardensociety.net/plants/Schiverecia/podolica
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.