Dracocephalum grandiflorum

Ættkvísl
Dracocephalum
Nafn
grandiflorum
Yrki form
Jón formaður
Íslenskt nafn
Bládrekakollur
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Sterk dökkblár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
35 sm
Vaxtarlag
Hvirfingarlauf aflöng, snubbótt, mjó-hjartalaga við grunninn, allt að 3 sm breið, bogtennt, með langan legg. Stöngulauf egglaga, legglaus.
Lýsing
Stönglar 15-30 sm. Blómin 5 sm, í aflöngu axi, allt að 7,5 sm, Króna sterk dökkblá, með áberandi hettu, neðri vörin með dekkri sekk við bikarinn og með dekkri doppur.
Uppruni
Síbería
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða haust, sáning að vori.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir.
Yrki og undirteg.
Dracocephalum grandiflorum 'Jón Formaður' er yrki sem ættað er frá Herdísi í Fornhaga - mjög harðgert og langlíft yrki sem blómgast snemma.