Dryas octopetala

Ættkvísl
Dryas
Nafn
octopetala
Íslenskt nafn
Holtasóley, rjúpnalauf
Ætt
Rosaceae
Lífsform
Sígrænn dvergrunni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Sígrænn dvergrunni, sprotar jarðlægir og trjákenndir, sérstaklega neðan til.
Lýsing
Lauf allt að 4 x 2 sm, aflöng til egglaga, hjartalaga til þverstýfð við grunninn, hrukótt, bogtennt, mattgræn og hárlaus ofan þétt hvítlóhærð neðan, æðastrengir ögn hærðir. Blómin upprétt, hvít, blómleggur allt að 20 sm, svart silki-lóhærður. Krónublöð oddbaugótt til öfugegglaga allt að 1,5 sm. bikar lóhærður og svartdúnhærður bæði á innra og ytra borði. Aldin með stíla allt að 3 sm.
Uppruni
Ísland, Norðurhvel (fjöll)
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Stöngulgræðlingar með hæl snemma vors eða síðsumar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð planta, fremur erfið í uppeldi og ræktun.