Dryopteris affinis

Ættkvísl
Dryopteris
Nafn
affinis
Íslenskt nafn
Gulldálkur
Ætt
Skjaldburknaætt (Dryopteridaceae).
Lífsform
Burkni, fjölær.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Hæð
90 sm (30-120 sm)
Vaxtarlag
Jarðstönglar uppréttir, þaktir þéttu, gulleitu hreistri.
Lýsing
Laufleggur 10-40 sm, þétt klæddur stóru, appelsínubrúnu hreistri. Burknalauf 30-125x15-30 sm, oddbaugótt til mjó-oddbaugótt,mjókka í grunninn eða þverstýfð, 1-fjaðurskipt til fjaðurflipótt, smálauf 8-15x2-3 sm, dökkna á samskeytunum við miðstrenginn, bleðlarnir allt að 15x7 mm, aflangir, þverstýfðir í oddinn, samvaxnir, flipóttir, gróftenntir eða tenntir.
Uppruni
Evrópa, Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sá gróum.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður.
Yrki og undirteg.
'Crispa' (20cm), 'Congesta Cristata' (25cm), Revolvens (60cm) og mörg fleiri