Dryopteris dilatata

Ættkvísl
Dryopteris
Nafn
dilatata
Íslenskt nafn
Dílaburkni
Ætt
Skjaldburknaætt (Dryopteridaceae).
Lífsform
Burkni, fjölær.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Hæð
80 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar uppréttir eða uppsveigðir, hreistur egg-lensulaga, dökkbrún til svört í miðjunni, ljósbrún til jaðranna.
Lýsing
Leggir laufa eru hálf lengd blöðkunnar eða eru jafn langir og blaðkan.Burknablöðin 7-100x4-40 sm, upprétt, útstæð, þríhyrnd-egglaga, þrífjaðurskipt, dökkgræn, lítið eitt kirtilhærð á neðra borði, bleðlarnir með legg, smábleðlar egglaga til aflangir, tenntir eða fjaðurflipótt.
Uppruni
Ísland, Norðurhvel
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning gróa.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, sem stakstæð planta, í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Harðgerð íslensk planta. Þolir illa næðing og þurrk. Gott að skýla að vetrinum.
Yrki og undirteg.
'Crispa', 'Whiteside', 'Grandiceps', 'Lepidota Critata' ofl. í ræktun