Dryopteris filix-mas

Ættkvísl
Dryopteris
Nafn
filix-mas
Íslenskt nafn
Stóriburkni
Ætt
Skjaldburknaætt (Dryopteridaceae).
Lífsform
Burkni, fjölær.
Kjörlendi
Síuð birta, hálfskuggi.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar uppréttir, sverir, hreistrin mjókka smámsaman, smátennt, brún.
Lýsing
Leggir margir, 6-25 sm, hreistrin eins og á jarðstönglunum. Burknablöðin 30-90x30 sm, sumargræn, lensulaga, fjaðurskipt-fjaðurskert til hálf-fjaðurskipt, mjókka smámsaman í oddinn, mjókka ögn að grunni, bleðlar í 20-30 pörum, allt að 15x3,5 sm, aflangir-lensulaga, hvass-langyddir, næstum legglausir, fliparnir margir, allt að 2 sm x 7 mm, aflangir, snubbóttir þeir efri er breið samvaxnir og legghlaupnir með tennur sem vita inn á við eða ögn tvísagtenntir, taugar eru í 4-6 pörum á hverjum flipa, gaffalgreindar, aðalleggur er flókahærður, hreistur bandlaga, með greinilegar smátennt.
Uppruni
Norður- og Suðurhvel, Grænland, Ísland.
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning gróa.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í þyrpingar, sem stakstæð planta.
Reynsla
Harðgerðplanta algeng um allt land. Þolir illa næðing og þurrk.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja í ræktun td. 'Cristata', 'Linearis Polydactylon', 'Linearis' ofl.