Echinops orientalis

Ættkvísl
Echinops
Nafn
orientalis
Íslenskt nafn
Austraþyrnikollur*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grágrænn.
Blómgunartími
Síðsumar-haust.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 50-80 sm há, stönglar ógreindir eða greinóttir, skúmhærðir eða kirtilhærðir.
Lýsing
Lauf þétt, kirtildúnhærð á efra borði en hvítlóhærð á því neðra, breiðaflöng, 2-fjaðurflipótt, flipar band-lensulaga til þríhyrndir, tenntir jaðrar, þyrnóttir. Körfur 4,5-7 sm í þvermál, grágrænir, reifar 25-30 mm, ytri þornhár lengri en reifablöðin. Reifablöð 18-20, hárlaus. Ytri reifar spaðalaga, tenntar, hálf lengd körfunnar, milli reifablöðin lensulaga, sýllaga, smáblóm grænhvít. Aldin í svifkrans með þornhár sem eru samvaxin við grunninn.
Uppruni
SA Evrópa, við Kaspíahaf.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, í blómaskreytingar.
Reynsla
Lítt reynd tegund enn sem komið er.