Elaeagnus commutata

Ættkvísl
Elaeagnus
Nafn
commutata
Íslenskt nafn
Silfurblað
Ætt
Silfurblaðsætt (Elaeagnaceae).
Samheiti
E. argentea. non Moench.
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Silfurlit utan, gul innan
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
1-1,5 m (-5 m)
Vaxtarhraði
Meðalhraður vöxtur.
Vaxtarlag
Lágvaxinn, skriðull runni, allt að 5 m hár í heimkynnum sínum, börkur grábrúnn, smágreinar rauðbrúnar grannar, þyrnalausar. Runninn er fremur gisinn.
Lýsing
Lauf 3-6 × 1-2,5 sm, stakstæð, heilrend, breið-oddbaugótt, bæði glansandi ofan og neðan, silfurlit. Laufleggurinn um 6 mm. Blómin 1-3 í blaðöxlum fyrr árs greinum, ilmandi, trektlaga, silfurlit á ytra borði, gul innan. Blómin eru tvíkynja (er bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af býflugum. Aldin silfurlit, mélug. Ræktaður fyrst og fremst vegna fallegra blaða.
Uppruni
N. America - Quebec to Alaska and south to Utah, S. Dakota and Minnesota.
Sjúkdómar
Hefur viðnámsþrótt gegn hunangssvepp.
Harka
2
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumar- og vetrar(haust)græðlingr, rótarskot, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, stakstæð, í beðjarðra. Notuð í skjólbelti erlendis, þolir saltúða frá hafi. Nemur nítur úr andrúmsloftinu. Lækningaplanta. Aldin notuð til matar erlendis. Trefjóttur börkurinn er notaður í vefnað þegar snúið hefur verið upp á hann og gert band/reipi úr honum, líka eru gerð úr honum teppi og föt. Þurr aldin eru notuð sem perlur og berin eru notuð í sápu.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem var sáð 1978 og gróðursett í beð 1980 og önnur sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 2001. Harðgerður runni sem hefur reynst vel í Lystigarðinum (kal 0-1), saltþolinn, þolir illa frjóan jarðveg og þrífst best í sendnum, ófrjóum jarðvegi á sólríkum stað í góðu skjóli. Fer vel með sígrænum plöntum svo sem fjallafuru og sitkagreni. Þolir vel klippingu en fylgjast verður með rótarskotum reglulega svo að plantan breiði sig ekki út um of.