Elaeagnus umbellata

Ættkvísl
Elaeagnus
Nafn
umbellata
Íslenskt nafn
Sveipsilfurblað
Ætt
Silfurblaðsætt (Elaeagnaceae).
Samheiti
E. crispa
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulhvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
2-4m (-10m)
Vaxtarhraði
Meðalhraður.
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré. Ungar greinar gulbrúnar, silfurlitar eða þaktar brúni hreistri ofan, oftast með þyrna.
Lýsing
Lauf 4-10 sm, oddbaugótt til egglaga-aflöng, oft með bylgjaða jaðra, skærgræn ofan, þakin silfurlitu hreistri neðan og með dálitlu af brúnu hreistri. Blómin 1-7 í öxlunum, gulhvít, ilmandi, bikarpípan miklu lengri en krónutungan. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) eru frævuð af býflugum. Aldin allt að 8 mm, í þvermál, silfur- til bronslit, rauð þegar þau opnast.
Uppruni
A-Asía (Kína, Japan, Himalaja).
Sjúkdómar
Mótstaða gegn hunangssvepp.
Harka
3
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Fræ, sumar- og haust(vetrar)græðlingr, rótaskot.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, stakstæð, í beðjarðra. Þolir vel saltúða frá hafi.Tegundin er með sambýli við jarðvegsgerla sem mynda rótarhnúða og nema nítur úr andrúmsloftinu.
Reynsla
Engin planta er í ræktun í garðinum sem stendur (2013) en ætti að geta þrifist hér. Var sáð 2013.
Yrki og undirteg.
Elaeagnus umbellata v. parvifolia (Royle) C. Schneid. er minni en aðaltegundin, uppréttur, með fáar greinar, silfraðar, þyrnóttar. Árssprotar þaktir silfruðum hreistri. Efra borð ungra blaða stjarnhærð, síðar hárlaus, silfruð. Blóm í klösum í blaðöxlum, beinhvít, ilmandi, aldin brún við þroskun, nær hnöttótt.