Epilobium montanum

Ættkvísl
Epilobium
Nafn
montanum
Íslenskt nafn
Runnadúnurt
Ætt
Eyrarrósarætt (Onagraceae).
Samheiti
Epilobium hypericifolium Tausch
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpurableikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
25-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með aðlæg hár. Stönglar sívalir, sléttir, engar rákir eða hryggir, stundum lítið eitt greinótt.
Lýsing
Laufin gagnstæð neðantil, stakstæð efst, laufleggir mjög stuttir. Laufin breið, egglaga, tennt, stundum ekki tennt, næstum hárlaus. Blómknúppurinn hvassyddur, drúpandi. Fremur stór planta. Blómin purpurableik, 6-12 mm breið. Krónublöð oddnumin. Fræni fjórdeild.
Heimildir
9, HKr
Fjölgun
Sáning, skipting.
Reynsla
Er sjaldgæfur slæðingur sem líkist mjög vætudúnurt, en þekkist á stuttstilkuðum djúptenntum blöðum og fjórklofnu fræni.
Útbreiðsla
Sjaldgæfur slæðingur sem hefur aðeins fundist í Mið- og Vesturbæ Reykjavíkur. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa (+ hefur slæðst eitthvað víðar).