Epimedium alpinum

Ættkvísl
Epimedium
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Alpamítur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi undir trjám.
Blómalitur
Mattrauður/gulur (tvílit blóm).
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
25-30 sm
Vaxtarlag
Stönglar 6-30 sm háir. Jarðstönglar langir, 2-4 mm sverir.
Lýsing
Laufin tví-þrífingruð, smálauf 130x85 mm, egglaga, langydd, skærgræn, jaðar með þyrna, rauðmenguð í fyrstu. Blómstönglar með eitt lauf. Blómskipunin lotin, 8-26 blóma, blómleggir 5-15 mm, blóm 9-13 mm í þvermál, ytri bikarblöð 2,5-4x2 sm, aflöng, grá með rauðar doppur, innri bikarblöð 3-7x3 mm, mjóegglaga, snubbótt, mattrauð. Krónublöð 4 mm, skólaga, gul, fræflar 3 mm. Aldin 1,5 sm.
Uppruni
Alpafjöll, S Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eftir blómgun, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð jurt sem hefur reynst vel í Lystigarðinum og í Fornhaga.