Epimedium x rubrum

Ættkvísl
Epimedium
Nafn
x rubrum
Íslenskt nafn
Skarlatsmítur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae).
Samheiti
E. alpinum x E. grandiflorum
Lífsform
Fjölær jurt.
Blómalitur
Skærrauður/gulur (tvílit blóm).
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
25-35 sm
Vaxtarlag
Fjölær planta, 25-35 sm há.
Lýsing
Laufin eru tví-þrískipt, stundum meira skipt, smálauf 14x9 sm, egglaga, ydd, þunn, skærrauð í fyrstu, jaðar þyrnitenntur, blómstöngull með eitt blóm. Blómskipunin 10-23 blóma, lotin, blómleggir 1-2 sm, blóm 15-25 mm í þvermál, ytri bikarblöð 3-4x1,5-3 mm, grá með rauðar doppur, innri bikarblöð 10x4-5 mm, skærrauð, aflöng-lensulaga, útstæð. Krónublöð 10 mm, gul, skólaga. Fræflar 4 mm.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum. Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur.